Innlent

Grunaður ofbeldismaður flúinn úr landi

Ivan Konovalenko
Ivan Konovalenko

Ivan Konovalenko, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur grunaðan um stórfellda líkamsárás, flúði land í gær.

Lögreglan lýsti eftir Ivan þar sem hann er grunaður um aðild að stórfelldri líkamsárás í húsi í Norðurmýri í Reykjavík um síðustu helgi.

Ivan náði hins vegar að komast hjá handtöku og fór með flugi til London í gærkvöldi.

Í líkamsárásinni sem um ræðir var maður stunginn með hnífi. Ivan er talinn hættulegur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×