Marsibil segir sig úr Framsóknarflokknum 18. ágúst 2008 16:19 Marsibil Sæmundardóttir varaborgarfulltrúi hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hún mun þó starfa áfram sem óháður varaborgarfulltrúi. Þetta kemur fram á bloggsíðu hennar. „Öllum ætti að vera ljós sú atburðarrás síðustu daga, sem leiddi til þess að sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur í Reykjavík tilkynna myndun nýs meirihluta - þess fjórða á kjörtímabilinu. Afstaða mín til þess meirihluta ætti einnig að vera ljós. Ég mun ekki taka þátt í starfi hans og í ljósi þess er augljóst að pólitísk staða mín er gjörbreytt. Ég er í raun munaðarlaus í mínum eigin flokki og óbreytt framhald er ekki gott fyrir neinn - hvorki fyrir mig né framsóknarflokkinn. Ég hef því tekið þá óumflýjanlegu ákvörðun að kveðja framsóknarflokkinn. Ég mun hins vegar starfa áfram að borgarmálum sem óháð og mun sem slík starfa með minnihlutanum í borgarstjórn. Það var ekki á dagskrá hjá mér í síðustu viku að hætta í framsóknarflokknum né að hætta í pólitík. Mínar pólitísku áherslur hafa ekkert breyst en aðstæður hafa hins vegar breyst þannig að mína pólitík get ég ekki lengur rekið í framsóknarflokknum. Ég hef þegar tilkynnt Óskari Bergssyni og skrifstofu framsóknarflokksins þessa ákvörðun mína. Ákvörðunin er ekki auðveld þar sem ég á marga góða félaga í framsóknarflokknum - enda er þar eins og í öllum flokkum margt frábært fólk. Ég er þakklát öllum þeim sem hafa unnið með mér þar og óska þeim velfarnaðar. Ég legg áherslu á að þessi ákvörðun er ekki tekin með það að markmiði að skaða framsóknarflokkinn, heldur er ég tilneydd í þetta skref í þeirri stöðu sem komin er upp. Ég mun áfram eins og hingað til, styðja góð mál, hvaðan sem þau koma - en sem betur fer er samstaða í borgarpólitíkinni um flest mál og ég vona að við sem vinnum að borgarmálum Reykvíkinga berum nú gæfu til að setja þau í forgang. Ég ítreka að ég mun ekki stunda tækifærismennsku og fella meirihlutann komi til þess að Óskar Bergsson forfallist tímabundið. Slík tækifærismennska þjónar ekki hagsmunum borgarbúa. Ég vona að Óskari Bergssyni, framsóknarflokknum og nýjum meirihluta í Reykjavík gangi vel að vinna saman að mikilvægum málefnum borgarinnar. Það er einnig einlæg von mín að þessi meirihlutamyndun og því sem henni fylgir séu síðustu stórpólitísku tíðindin í Reykjavík þetta kjörtímabilið. Reykjavík, 18. ágúst 2008 Marsibil Sæmundardóttir" Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Marsibil Sæmundardóttir varaborgarfulltrúi hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hún mun þó starfa áfram sem óháður varaborgarfulltrúi. Þetta kemur fram á bloggsíðu hennar. „Öllum ætti að vera ljós sú atburðarrás síðustu daga, sem leiddi til þess að sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur í Reykjavík tilkynna myndun nýs meirihluta - þess fjórða á kjörtímabilinu. Afstaða mín til þess meirihluta ætti einnig að vera ljós. Ég mun ekki taka þátt í starfi hans og í ljósi þess er augljóst að pólitísk staða mín er gjörbreytt. Ég er í raun munaðarlaus í mínum eigin flokki og óbreytt framhald er ekki gott fyrir neinn - hvorki fyrir mig né framsóknarflokkinn. Ég hef því tekið þá óumflýjanlegu ákvörðun að kveðja framsóknarflokkinn. Ég mun hins vegar starfa áfram að borgarmálum sem óháð og mun sem slík starfa með minnihlutanum í borgarstjórn. Það var ekki á dagskrá hjá mér í síðustu viku að hætta í framsóknarflokknum né að hætta í pólitík. Mínar pólitísku áherslur hafa ekkert breyst en aðstæður hafa hins vegar breyst þannig að mína pólitík get ég ekki lengur rekið í framsóknarflokknum. Ég hef þegar tilkynnt Óskari Bergssyni og skrifstofu framsóknarflokksins þessa ákvörðun mína. Ákvörðunin er ekki auðveld þar sem ég á marga góða félaga í framsóknarflokknum - enda er þar eins og í öllum flokkum margt frábært fólk. Ég er þakklát öllum þeim sem hafa unnið með mér þar og óska þeim velfarnaðar. Ég legg áherslu á að þessi ákvörðun er ekki tekin með það að markmiði að skaða framsóknarflokkinn, heldur er ég tilneydd í þetta skref í þeirri stöðu sem komin er upp. Ég mun áfram eins og hingað til, styðja góð mál, hvaðan sem þau koma - en sem betur fer er samstaða í borgarpólitíkinni um flest mál og ég vona að við sem vinnum að borgarmálum Reykvíkinga berum nú gæfu til að setja þau í forgang. Ég ítreka að ég mun ekki stunda tækifærismennsku og fella meirihlutann komi til þess að Óskar Bergsson forfallist tímabundið. Slík tækifærismennska þjónar ekki hagsmunum borgarbúa. Ég vona að Óskari Bergssyni, framsóknarflokknum og nýjum meirihluta í Reykjavík gangi vel að vinna saman að mikilvægum málefnum borgarinnar. Það er einnig einlæg von mín að þessi meirihlutamyndun og því sem henni fylgir séu síðustu stórpólitísku tíðindin í Reykjavík þetta kjörtímabilið. Reykjavík, 18. ágúst 2008 Marsibil Sæmundardóttir"
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira