Innlent

Stórt Skaftárhlaup hafið úr eystri katli

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlaup er hafið í Skaftá og er um stórt hlaup að ræða úr eystri katlinum. Að sögn Snorra Zóphóníassonar hjá Vatnamælingum gaf sjálfvirkur mælir við Sveinstind aðvörun klukkan sjö í morgun.

Búist er við að flóðsins verði vart við Skaftárdal milli klukkan fimm og sex í dag. Vatnamælingar vara fólk við því að vera á ferð á Fjallabaksleið nyrðri. Þar muni flæða yfir veginn við Hólaskjól og eins við bæinn Hvamm í Skaftártungu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×