Innlent

Ákvörðun um inngöngu í ESB leysir ekki vanda

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið ekki leysa þann vanda sem uppi er í dag. Þetta sagði hún í þættinum Mannamáli hjá Sigmundi Erni Rúnarssyni í kvöld.

Þorgerður sagðist vera Evrópusinni, en taldi að tala þyrfti meira um Evrópumál áður en ákvörðun um inngöngu sé tekin. Hún benti á að frá inngöngu í evrópska efnahagssvæðið hefði ýmislegt breyst. Meðal annars væri sjávarútvegurinn ekki sterkasta atvinnugreinin eins og hann var.



Aðspurð að því hvað henni fyndist um það að Kristín Ingólfsdóttir rektor hefði ekki veitt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni ámynningu vegna dóms um brot á höfundarrétti sagði hún að Kristín hefði leyst málið faglega. Hún vildi ekki meina að um skandal væri að ræða. Kristín hefði haft mikilvæga hagsmuni að leiðarljósi, hagsmuni háskólans og manneskjunnar, Hannesar Hólmsteins. Hún benti á að rektor hefði átalið Hannes fyrir brotið og hann hefði viðurkennt það.

Að lokum sagði Þorgerður Katrín að vel kæmi til greina að hún dæmdi í handbolta í framtíðinni. Handboltasambandið hefði haft samband við hana og hún hefði lagt málið í nefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×