Innlent

Skjálftahrina farin að reyna á taugar Sunnlendinga

Sunnlendingar hrukku enn upp við jarðskjálfta laust fyrir miðnætti og aftur undir morgun. Íbúar á skjálftasvæðinu segja að ástandið sé farið að reyna að taugar þeirra.

Skjálftinn fyrir miðnætti var upp á 3,5 á Richter og átti upptök tæpa sjö kílómetra austnorðaustur af Hveraverði og fanst hann víða á Suðurlandi. Síðan komu margir mun vægari skjálftar í kjölfarið, sem fólk fann ekki, en komu fram á mælum.

En um klukkan hálfsex í morgun mældist svo einn sterkur í viðbót upp á tæpa þrjá á Richter með upptök á svipuðum slóðum en heldur nær Hveragerði. Hann fannst líka víða. Þótt upptök þessara skjálfta séu miklu norðar og austar en upptök stóra skjálftans fyrir rúmri viku virðast þeir vera á sömu sprungunni, sem liggur frá Eyrarbakka, upp Ölfusið og eftir Reykjafjalli fyrir ofan Hveragerði.

Skjálftarnir í gærkvöldi og í morgun koma jarðvísindamönnum ekki á óvart enda voru þeir ekki búnir að blása skjálftahrinuna af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×