Erlent

Ítalir ganga til kosninga

Ítalir ganga að kjörborðinu í dag og á morgun og kjósa til þings og sveitastjórna. Baráttan um forsætisráðherraembættið stendur á milli auðjöfursins og hægrimannsins Silvio Berlusconi og Walter Ventroni, leiðtoga bandalags mið- og hægriflokka og fyrrverandi borgarstjóra í Róm.

Kannanir benda til þess að mjótt verði á mununum en Berlusconi hafi naumt forskot. Hann hefur tvívegis áður gengt embætti forsætisráðherra.

Efnahagsmál hafa verið ofarlega á baugi í kosningabaráttunni en báðir frambjóðendur hafa lofað hóflegum skattalækkunum og að skrifræði hins opinbera verði minnkað. Þingkosningarnar nú eru númer 62 í röðinni frá lokum síðari heimsstyrjaldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×