Erlent

Morðóði jólasveinninn myrti níu

Húsið brann til kaldra kola.
Húsið brann til kaldra kola.

Níunda fórnarlamb Bruce Pardo, sem hóf skothríð í jólaboði íklæddur jólasveinabúningi á aðfangadag er fundið. Líkið fannst í dag í rústum hússins sem Pardo kveikti í eftir að hafa skotið á veislugestina.

Nú liggur því fyrir að níu hafi látist í árásinni en fyrrverandi tengdaforeldrar mannsins bjuggu í húsinu. Í gærkvöldi sprakk sprengja sem hann hafði komið fyrir í bíl sínum áður en hann lét til skarar skríða. Lögreglu hafði grunað að sprengja gæti verið í bílnum og því hafði svæðið umhverfis hann verið girt af þannig að enginn slasaðist í sprengingunni.

Þrír liggja slasaðir á sjúkrahúsi í kjölfar árásarinnar, þar á meðal átta ára gömul stúlka sem opnaði fyrir manninum þegar hann knúði dyra. Pardo skaut hana í andlitið og segja læknar að þótt hún sé ekki í lífshættu þá eigi hún langa sjúkrahúslegu fyrir höndum.

Árásarmaðurinn flýði af vettvangi en fannst skömmu síðar á heimili bróður síns þar sem hann hafði svipt sig lífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×