Fótbolti

Huntelaar loks á förum?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Huntelaar hefur raðað inn mörkum í Hollandi eins og enginn sé morgundagurinn.
Huntelaar hefur raðað inn mörkum í Hollandi eins og enginn sé morgundagurinn.

Klaas Jan Huntelaar hefur ekki náð samkomulagi við hollenska liðið Ajax um nýjan samning.

Þessi mikli markaskorari hefur reglulega verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni síðustu ár.

Stærsta ástæða þess að hann vill ekki skrifa undir samninginn sem Ajax hefur boðið honum er sú að í honum er klásúla um að 20 milljónir punda þurfi til að leysa hann undan honum.

Ajax hefur ekki gefið upp alla von um að halda Huntelaar en Arsenal og Manchester United hafa haft augastað á honum um nokkurt skeið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×