Íslenski boltinn

Valsmenn og Blikar í undanúrslitin

Pálmi Rafn skoraði fyrra mark Vals í kvöld
Pálmi Rafn skoraði fyrra mark Vals í kvöld Mynd/Vilhelm

Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins í knattspyrnu þegar þeir báru sigurorð af Keflvíkingum 2-0 í Egilshöllinni. Pálmi Rafn Pálmason kom Val á bragðið eftir 20 mínútur og Dennis Bo Mortensen innsiglaði sigur þeirra rauðklæddu á 78. mínútu.

Þá er Breiðablik sömuleiðis komið í undanúrslit keppninnar eftir sigur á grönnum sínum í HK í sannkölluðum hörkuleik liðanna í Kórnum þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni.

Staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Hermann Þórsson kom HK yfir en Arnar Grétarsson jafnaði fyrir Blika. Þeir grænu höfðu svo betur í vítakeppninni þar sem Cascper Jacobsen varði eina spyrnu frá HK-mönnum og skoraði svo sjálfur úr víti. Frá þessu var greint á fotbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×