Íslenski boltinn

Páll aðstoðar Ólaf hjá Fylki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Páll Einarsson hvetur Fylkismenn áfram í leik gegn Fjölni í undanúrslitum bikarkeppninnar.
Páll Einarsson hvetur Fylkismenn áfram í leik gegn Fjölni í undanúrslitum bikarkeppninnar. Mynd/Daníel

Páll Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fylki og verður hann þar með Ólafi Þórðarsyni innan handar.

Páll var síðast þjálfari Hvatar á Blönduósi en hann kom einnig við sögu sem aðstoðarþjálfari Fylkis undir lok tímabilsins í sumar.

Þá hefur Jón Þ. Sveinsson verið ráðinn þjálfari 2. flokks karla hjá félaginu en hann var aðstoðarþjálfari Leifs Garðarssonar þar til honum var sagt upp störfum nú í sumar. Hann var einnig aðstoðarþjálfari Þorláks Árnasonar þegar hann var með Fylki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×