Lífið

Tvífari Angelinu Jolie hundelt af ljósmyndurum

Rachael er sláandi lík Angelinu. Smellið á myndina til að stækka.
Rachael er sláandi lík Angelinu. Smellið á myndina til að stækka.

Á meðan leikaraparið Angelina Jolie og Brad Pitt nutu lífsins með börnunum sex í Nice í Suður-Frakklandi stukku fjölmiðlar beggja vegna Atlantshafsins til handa og fóta þegar þeir töldu sig sjá Angelinu rölta í hægindum sínum suður á Spáni með ungabarn í fanginu.

Æstir ljósmyndarar voru snöggir að mæta á staðinn og mynduðu konuna sem þér héldu vera Angelinu í bak og fyrir þar til hún leiðrétti misskilninginn og gerði þeim grein fyrir að þeir höfðu farið mannavillt.

Tvífari Angelinu er 30 ára gömul þriggja barna móðir og heitir Rachael Flintoff. Hún er eiginkona Andrews Freddie Flintoff sem er þekktur krikketspilari í Englandi. Barnið sem hún heldur á er sonur þeirra sem fæddist í apríl á þessu ári.

Angelina, 33 ára, fæddi tvíburana Knox og Vivienne 12. júlí síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.