Íslenski boltinn

Hallgrímur gerir GAIS gagntilboð

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hallgrímur lék frábærlega með Keflavík á nýliðnu tímabili.
Hallgrímur lék frábærlega með Keflavík á nýliðnu tímabili.

Hallgrímur Jónasson, leikmaður Keflavíkur, hafnaði fyrsta samningstilboði sænska úrvalsdeildarliðsins GAIS. Frá þessu er greint á vefsíðu Víkurfrétta.

Þar segir að tilboðið hafi ekki verið nógu gott að mati Hallgríms og umboðsmanns hans og var því neitað. Gagntilboð hefur verið sent sænska félaginu og mun GAIS svara á næstu dögum.

„Mér lýst mjög vel á félagið, borgina, liðið og þjálfarann, en ég er ekki að fara erlendis að spila fótbolta, bara til að fara erlendis. Ég vonast til að við náum samkomulagi og ég fari til félagsins, en maður veit aldrei hvað gerist í fótboltanum," sagði Hallgrímur við Víkurfréttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×