Innlent

Tími sparðatínings í stjórnsýslu liðinn

MYND/GVA

Tími sparðatínings í íslenskri stjórnsýslu er liðinn og fara verður í allar þær framkvæmdir sem í boði eru, þar á meðal byggingu álvera í Helguvík og á Húsavík, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að ekkert verði eins og það var áður eftir atburði dagsins.

Atvinnulíf á Íslandi gengur nú i gegnum meiri óvissu tíma en nokkru sinni áður á lýðveldistímanum. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægast nú að hjól atvinnulífsins haldi áfram að snúast og að heimilin geti haldið áfram sínum rekstri.

Vilhjálmur segir sagnfræðina ekki skipta mestu máli á þessu augnabliki. Nú verði að horfa fram á veginn og verja atvinnulífið. Möguleikar þjóðarinnar séu miklir. Mörg íslensk fyrirtæki eiga í viðskiptum við erlenda banka og ómögulegt að segja hvaða áhrif þau viðskipti hafa á atvinnulífið.

Mikil pólitísk átök hafa verið um uppbyggingu frekari stóriðju á Íslandi, svo sem eins og álvera í Helguvík og á Húsavík, en Vilhjálmur telur slíkar deilur munað sem þjóðin hafi ekki efni á um þessar mundir. Styðja þurfi vel og dyggilega við öll áform um fjárfestingar í íslensku atvinnulífi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×