Innlent

Keypti eigin bílvél

Heldur óvenjulegt mál kom inn á borð lögreglunnar á Selfossi á dögunum. Eftir því sem segir í dagbók hennar hafði maður samband við hana eftir að hann hafði keypt notaða bílvél í Hveragerði nýverið.

Hann hafði komist að því þegar hann fór að skoða vélina að um var að ræða vél sem stolið hafði verið frá honum fyrir nokkrum árum. Lögregla segir málið í rannsókn.

Þá kemur enn fremur fram í dagbókinni að lögregla hafi handtekið mann á fimmtudag sem viðurkenndi að hafa brotist inn á stað í Hveragerði og stolið þaðan verkfærum og munum fyrir um nærri eina milljón króna. Við húsleit hjá manninum í Hafnarfirði fannst fundust svo nýir hjólbarðar að verðmæti um 700 þúsund krónur sem mun hafa verið stolið af dekkjalager á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess voru þar tvö torfæruvélhjól sem grunur er um að hafi verið stolin. Maðurinn var látinn laus að yfirheyrslu lokinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×