Erlent

Áttatíu látnir í hryðjuverkaárásum í Mumbai

MYND/AP

Að minnsta kosti áttatíu eru látnir í nokkrum hriðjuverkaárásum sem framdar voru í indversku borginni Mumbai í dag. 250 eru slasaðir hið minnsta að sögn lögreglu og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka. Á meðal hinna látnu er yfirmaður í lögreglunni í borginni sem fór fyrir sérsveit sem berst við hryðjuverkamenn, að því er fram kemur á Reuters.

Tugum manna er haldið í gíslingu og hafa hermenn umkringt tvö hótel í borginni þar sem hryðjuverkamenn eru taldir halda fólki. Árásirnar eru sagðar hafa beinst að ferðamönnum og segja þarlendir miðlar að gíslarnir séu margir útlendir.

Árásirnar voru gerðar á sjö stöðum í borginni og hefur hópur sem kallar sig Deccan Mujahideen lýst ábyrgðinni á hendur sér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×