Erlent

Hákarlar ráðast á sundmenn í Flórída

Hákarlar hafa ráðist á þrjá sundmenn á jafnmörgum dögum úti fyrir ströndum Flórída.

Síðasta árásin var jafnframt sú níunda í ár og þar með var met í slíkum árásum slegið og þær eru orðnar fleiri en þær urðu á sama tímbili árið 2001 sem Flórídabúar kalla "Ár hákarlsins".

Af þessum sökum hefur ströndinni í Volusia sýslu verið lokað en strandverðir þar segja að töluverður fjöldi hárkarla sé á sveimi í sjónum undan henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×