Erlent

Heil fjölskylda ákærð fyrir morð í Danmörku

Dönsk lögregla. Úr myndasanfi.
Dönsk lögregla. Úr myndasanfi. MYND/AP

Fjögurra manna fjölskylda og fjölskylduvinur hafa verið ákærð fyrir að hafa drepið ungan mann á eyjunni Lálandi í Danmörku. Eftir því sem segir á vef Jótlandspótstins er um að ræða karl og konu á fimmtugsaldri og tvö börn þeirra á þrítugsaldri ásamt vini á fertugsaldri.

Í fyrstu var talið að fórnarlambið, 22 ára karlmaður, hefði látist í umferðaróhappi þar sem líkið af honum fannst ásamt skellinöðru á vegi á Lálandi. Hins vegar fannst veski mannsins og farsími nokkra kílómetra frá staðnum þar sem líkið fannst og þá voru engin ummerki um umferðarslys. Eftir ítarlega rannsókn beindist grunur að fimmmenningunum sem taldir eru hafa rænt manninn unga og myrt hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×