Erlent

Uppreisnarmenn í Nígeríu biðja Clooney um aðstoð

Nígerískir uppreisnarmenn sem berjast gegn stjórnvöldum á olíuvinnslusvæðum landsins hafa ritað bréf til þriggja áhrifamanna í Bandaríkjunum með beiðni um að þeir aðstoði við að leysa deiluna.

Þetta eru George Bush forseti, Jimmy Carter fyrrum forseti og Hollywood- leikarinn George Clooney. Uppreisnarmennirnir sem kalla sig "comandos" hafa þá yfirlýstu stefnu að lama olíuvinnsluna í Nígeríu.

Aðgerðir þeirra undanfarna daga hafa dregið töluvert úr útflutningi landsins og það hefur aftur átt þátt í því að olíuverðið á heimsmarkaði er komið yfir 117 dollara á tunnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×