Efast um hæfi sveitarstjórnar í Bitruvirkjunarmáli 13. maí 2008 16:30 Landvernd hefur efasemdir um hæfi sveitarstjórnar Ölfuss til þess að fjalla um breytingar á skipulagi sveitarfélagsins í tengslum við byggingu Bitruvirkjunar. Þetta kemur fram í athugasemd sem samtökin hafa sent Sveitarfélaginu Ölfusi vegna málsins. Síðasti dagur til þess að skila inn athugasemdum um auglýsingu á breyttu aðalskipulagi er í dag. Í athugasemdum Landverndar kemur meðal annars fram að samtökin leggist alfarið gegn fyrirhugaðri virkjun enda sé gert ráð fyrir að 285 hektara opnu svæði á Bitru og Ölkelduhálsi verði breytt í iðnaðarsvæði fyrir jarðgufuvirkjun. Samtökin hafi kynnt framtíðarsýn um eldfjallagarð og fólkvang frá Þingvallavatni vestur um Reykjanesskagann og út í Eldey og sú framtíðarsýn grundvallist á náttúruvernd, útivist og ferðaþjónustu auk vinnslu á jarðhita og jarðhitaefnum. „Í framtíðarsýn Landverndar er lagt til að orkuvinnsla fari fyrst og fremst fram á þeim svæðum sem þegar hefur verið raskað vegna slíkrar vinnslu og nýta mætti betur," segir í bréfi Landverndar til Sveitarfélagsins Ölfuss. Um sé að ræða dýrmætt útivistarsvæði í nánasta nágrenni við helsta þéttbýli landsins sem er að hluta til á náttúruminjaskrá. Þá segja forsvarsmenn Landverndar að þeir hafi efasemdir um hæfi sveitarstjórnar Ölfuss í málinu. Sveitarfélagið hafi með samningi við Orkuveitu Reykjavíkur skuldbundið sig til þess að skipuleggja svæðið „til samræmis við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru" svo vitnað sé til bókunar bæjarstjórnar 28. apríl 2006. Segja samtökin að ekki fáist því betur séð en að sveitarstjórn hafi með samningi við Orkuveitu Reykjavíkur, og bókun sinni þann 28. apríl, afsalað sér sjálfræði til ákvörðunar í skipulagsmálinu. Að þessu beri sveitarstjórn að huga og eftir atvikum lýsa yfir vanhæfi sínu. Fyrr í dag kom fram að Hveragerðisbær legðist alfarið gegn Bitruvirkjun vegna þeirra áhrifa sem hún hefur á bæinn og nágrenni hans. Tengdar fréttir Áskilja sér allan rétt verði af Bitruvirkjun Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti aukafundi í morgun harðorða bókun gegn Bitruvirkjun sem rísa á í nágrenni bæjarins. Þar áskilja forsvarsmenn bæjarins sér allan rétt til aðgerða verði af virkjuninni. 13. maí 2008 13:23 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Landvernd hefur efasemdir um hæfi sveitarstjórnar Ölfuss til þess að fjalla um breytingar á skipulagi sveitarfélagsins í tengslum við byggingu Bitruvirkjunar. Þetta kemur fram í athugasemd sem samtökin hafa sent Sveitarfélaginu Ölfusi vegna málsins. Síðasti dagur til þess að skila inn athugasemdum um auglýsingu á breyttu aðalskipulagi er í dag. Í athugasemdum Landverndar kemur meðal annars fram að samtökin leggist alfarið gegn fyrirhugaðri virkjun enda sé gert ráð fyrir að 285 hektara opnu svæði á Bitru og Ölkelduhálsi verði breytt í iðnaðarsvæði fyrir jarðgufuvirkjun. Samtökin hafi kynnt framtíðarsýn um eldfjallagarð og fólkvang frá Þingvallavatni vestur um Reykjanesskagann og út í Eldey og sú framtíðarsýn grundvallist á náttúruvernd, útivist og ferðaþjónustu auk vinnslu á jarðhita og jarðhitaefnum. „Í framtíðarsýn Landverndar er lagt til að orkuvinnsla fari fyrst og fremst fram á þeim svæðum sem þegar hefur verið raskað vegna slíkrar vinnslu og nýta mætti betur," segir í bréfi Landverndar til Sveitarfélagsins Ölfuss. Um sé að ræða dýrmætt útivistarsvæði í nánasta nágrenni við helsta þéttbýli landsins sem er að hluta til á náttúruminjaskrá. Þá segja forsvarsmenn Landverndar að þeir hafi efasemdir um hæfi sveitarstjórnar Ölfuss í málinu. Sveitarfélagið hafi með samningi við Orkuveitu Reykjavíkur skuldbundið sig til þess að skipuleggja svæðið „til samræmis við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru" svo vitnað sé til bókunar bæjarstjórnar 28. apríl 2006. Segja samtökin að ekki fáist því betur séð en að sveitarstjórn hafi með samningi við Orkuveitu Reykjavíkur, og bókun sinni þann 28. apríl, afsalað sér sjálfræði til ákvörðunar í skipulagsmálinu. Að þessu beri sveitarstjórn að huga og eftir atvikum lýsa yfir vanhæfi sínu. Fyrr í dag kom fram að Hveragerðisbær legðist alfarið gegn Bitruvirkjun vegna þeirra áhrifa sem hún hefur á bæinn og nágrenni hans.
Tengdar fréttir Áskilja sér allan rétt verði af Bitruvirkjun Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti aukafundi í morgun harðorða bókun gegn Bitruvirkjun sem rísa á í nágrenni bæjarins. Þar áskilja forsvarsmenn bæjarins sér allan rétt til aðgerða verði af virkjuninni. 13. maí 2008 13:23 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Áskilja sér allan rétt verði af Bitruvirkjun Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti aukafundi í morgun harðorða bókun gegn Bitruvirkjun sem rísa á í nágrenni bæjarins. Þar áskilja forsvarsmenn bæjarins sér allan rétt til aðgerða verði af virkjuninni. 13. maí 2008 13:23