Ólafur: Ég var blekktur til samstarfs 15. ágúst 2008 11:35 Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir Sjálfstæðisflokkinn hafa blekkt sig til samstarfs. Hann hyggst sitja áfram sem borgarfulltrúi í minnihluta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem barst fyrir stundu. Hún er hér í heild: „Meirihlutasamstarf F-lista og Sjálfstæðisflokkks varð til að frumkvæði sjálfstæðismanna. Þá lá fyrir málefnasamningur undir yfirskriftinni "Velferð og öryggi". Í málefnasamningunum náðust fram þær sterku áherslur sem ég hef lagt á velferðar-, öryggis- og umhverfismál. Málefnasamningurinn var á jafnréttisgrundvelli og fyrir lágu sterkar heitbindingar sjálfstæðismanna um að við hann yrði staðið og á grundvelli hans yrði meirihlutasamstarfið látið vara út kjörtímabilið. Mörgum þótti málefnasamningurinn ótrúlega góður fyrir F-listann og oddviti minnihlutans viðhafði þau orð að með málefnasamningnum væru sjálfstæðismenn "að blekkja Ólaf F. Magnússon til samstarfs" í þeim tilgangi einum að sprengja meirihluta Tjarnarkvartettsins. Þetta hefur því miður komið á daginn. Ekki bent á nein stór ágreiningsmál Þar sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki bent á nein mál sem kalla mætti stór í umkvörtunum sínum við mig, verð ég að geta mér þess til, að með nýju samstarfi við Framsóknarflokkinn vilji sjálfstæðismenn virkja á kostnað náttúrunnar og byggja á kostnað gömlu götumyndarinnar í miðbænum. Í samstarfi mínu við sjálfstæðismenn setti ég á oddinn að verja náttúru- og menningarverðmæti fyrir ráðagerðum um stundargróða. Þótt mikið hafi unnist á undanförnum árum og augu fjölda fólks opnast fyrir gildi þeirra verndunarsjónarmiða, sem ég haf lagt áherslu á allan minn stjórnmálaferil, hafa andstæðingar þeirra náð saman um nýtt meirihlutasamstarf í Reykjavík. Það er því mikilvægt að nýjum meirihluta verði veitt ríkt aðhald, meðal annars í sölum borgarstjórnar. Það hyggst ég gera. Aðrir borgarfulltrúar beita sér fyrir milljarðaútgjöldum Það voru ekki síður áherslur mínar í velferðar- og réttlætismálum sem greindu á milli mín og fyrrum félaga minna þegar ég gekk úr Sjálfstæðisflokknum árið 2001.Sá áherslumunur virðist enn til staðar. Þegar framundan er sýnilega krappari staða í efnahagsmálum sem þrengja mun að fjölskyldum og heimilum í Reykjavík, er mikilvægt að forgangasraða í þágu velferðar í borginni. Ráðdeildarsöm og sterk fjármálastjórn er forsenda þessarar velferðar, og ég hef sannarlega unnið kappsamlega að vönduðum grunni í fjármálastjórn borgarinnar. Það hefur hins vegar komið í hlut annarra borgarfulltrúa meirihlutans að beita sér fyrir milljarðaútgjöldum til nýrra framkvæmda sem ekki lúta að málefnasamningi F-lista og Sjálfstæðisflokks. Slíkt lýsir ekki ábyrgðartilfinningu, þegar um það er rætt í fullri alvöru að skera niður í velferðarþjónustu borgarinnar. Það er ekki mín forgangsröðun og sannarlega ekki í anda málefnasamningsins. Kveður stöðu borgarstjóra með söknuði Ég leyni því ekki að ég mun yfirgefa stöðu borgarstjóra með söknuðu og eftirsjá. Það er sárt að þurfa að skilja við öll þau góðu verk sem stofnað var til á grundvelli málefnasamnings F-lista og Sjálfstæðisflokks og ekki síður allt það góða og dugmikla starfsfólk Reykjavíkurborgar sem lagði sig fram í þeim verkum." Tengdar fréttir Nýr meirihluti er uppvakningur Formaður Samfylkingar kallar nýjan meirihluta í borgarstjórn uppvakning og segir myndun hans harmleik. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist hins vegar ánægður með meirihlutann. 15. ágúst 2008 12:33 Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag. 15. ágúst 2008 08:11 Hræringar hafa laskað Sjálfstæðisflokkinn að ákveðnu leyti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokkinn, telur að hræringar undanfarinna missera í borgarstjórn hafi laskað flokkinn að ákveðnu leyti, eins og hún orðar það í samtali við fréttamann Stöðvar 2. 15. ágúst 2008 12:55 Vonar að Marsibil fylgi Óskari þegar upp er staðið Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Óskar Bergsson hafi fylgt sannfæringu sinni þegar hann ákvað mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn í gær. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundardóttur sé harðari en hann átti von á. 15. ágúst 2008 09:54 Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum. 15. ágúst 2008 11:09 Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta. 15. ágúst 2008 11:30 Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun. 15. ágúst 2008 10:46 Össur: Lagt af stað með skip sem þarf ekki sker til að steyta á Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um nýjan meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. 15. ágúst 2008 10:13 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir Sjálfstæðisflokkinn hafa blekkt sig til samstarfs. Hann hyggst sitja áfram sem borgarfulltrúi í minnihluta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem barst fyrir stundu. Hún er hér í heild: „Meirihlutasamstarf F-lista og Sjálfstæðisflokkks varð til að frumkvæði sjálfstæðismanna. Þá lá fyrir málefnasamningur undir yfirskriftinni "Velferð og öryggi". Í málefnasamningunum náðust fram þær sterku áherslur sem ég hef lagt á velferðar-, öryggis- og umhverfismál. Málefnasamningurinn var á jafnréttisgrundvelli og fyrir lágu sterkar heitbindingar sjálfstæðismanna um að við hann yrði staðið og á grundvelli hans yrði meirihlutasamstarfið látið vara út kjörtímabilið. Mörgum þótti málefnasamningurinn ótrúlega góður fyrir F-listann og oddviti minnihlutans viðhafði þau orð að með málefnasamningnum væru sjálfstæðismenn "að blekkja Ólaf F. Magnússon til samstarfs" í þeim tilgangi einum að sprengja meirihluta Tjarnarkvartettsins. Þetta hefur því miður komið á daginn. Ekki bent á nein stór ágreiningsmál Þar sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki bent á nein mál sem kalla mætti stór í umkvörtunum sínum við mig, verð ég að geta mér þess til, að með nýju samstarfi við Framsóknarflokkinn vilji sjálfstæðismenn virkja á kostnað náttúrunnar og byggja á kostnað gömlu götumyndarinnar í miðbænum. Í samstarfi mínu við sjálfstæðismenn setti ég á oddinn að verja náttúru- og menningarverðmæti fyrir ráðagerðum um stundargróða. Þótt mikið hafi unnist á undanförnum árum og augu fjölda fólks opnast fyrir gildi þeirra verndunarsjónarmiða, sem ég haf lagt áherslu á allan minn stjórnmálaferil, hafa andstæðingar þeirra náð saman um nýtt meirihlutasamstarf í Reykjavík. Það er því mikilvægt að nýjum meirihluta verði veitt ríkt aðhald, meðal annars í sölum borgarstjórnar. Það hyggst ég gera. Aðrir borgarfulltrúar beita sér fyrir milljarðaútgjöldum Það voru ekki síður áherslur mínar í velferðar- og réttlætismálum sem greindu á milli mín og fyrrum félaga minna þegar ég gekk úr Sjálfstæðisflokknum árið 2001.Sá áherslumunur virðist enn til staðar. Þegar framundan er sýnilega krappari staða í efnahagsmálum sem þrengja mun að fjölskyldum og heimilum í Reykjavík, er mikilvægt að forgangasraða í þágu velferðar í borginni. Ráðdeildarsöm og sterk fjármálastjórn er forsenda þessarar velferðar, og ég hef sannarlega unnið kappsamlega að vönduðum grunni í fjármálastjórn borgarinnar. Það hefur hins vegar komið í hlut annarra borgarfulltrúa meirihlutans að beita sér fyrir milljarðaútgjöldum til nýrra framkvæmda sem ekki lúta að málefnasamningi F-lista og Sjálfstæðisflokks. Slíkt lýsir ekki ábyrgðartilfinningu, þegar um það er rætt í fullri alvöru að skera niður í velferðarþjónustu borgarinnar. Það er ekki mín forgangsröðun og sannarlega ekki í anda málefnasamningsins. Kveður stöðu borgarstjóra með söknuði Ég leyni því ekki að ég mun yfirgefa stöðu borgarstjóra með söknuðu og eftirsjá. Það er sárt að þurfa að skilja við öll þau góðu verk sem stofnað var til á grundvelli málefnasamnings F-lista og Sjálfstæðisflokks og ekki síður allt það góða og dugmikla starfsfólk Reykjavíkurborgar sem lagði sig fram í þeim verkum."
Tengdar fréttir Nýr meirihluti er uppvakningur Formaður Samfylkingar kallar nýjan meirihluta í borgarstjórn uppvakning og segir myndun hans harmleik. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist hins vegar ánægður með meirihlutann. 15. ágúst 2008 12:33 Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag. 15. ágúst 2008 08:11 Hræringar hafa laskað Sjálfstæðisflokkinn að ákveðnu leyti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokkinn, telur að hræringar undanfarinna missera í borgarstjórn hafi laskað flokkinn að ákveðnu leyti, eins og hún orðar það í samtali við fréttamann Stöðvar 2. 15. ágúst 2008 12:55 Vonar að Marsibil fylgi Óskari þegar upp er staðið Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Óskar Bergsson hafi fylgt sannfæringu sinni þegar hann ákvað mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn í gær. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundardóttur sé harðari en hann átti von á. 15. ágúst 2008 09:54 Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum. 15. ágúst 2008 11:09 Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta. 15. ágúst 2008 11:30 Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun. 15. ágúst 2008 10:46 Össur: Lagt af stað með skip sem þarf ekki sker til að steyta á Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um nýjan meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. 15. ágúst 2008 10:13 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Nýr meirihluti er uppvakningur Formaður Samfylkingar kallar nýjan meirihluta í borgarstjórn uppvakning og segir myndun hans harmleik. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist hins vegar ánægður með meirihlutann. 15. ágúst 2008 12:33
Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag. 15. ágúst 2008 08:11
Hræringar hafa laskað Sjálfstæðisflokkinn að ákveðnu leyti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokkinn, telur að hræringar undanfarinna missera í borgarstjórn hafi laskað flokkinn að ákveðnu leyti, eins og hún orðar það í samtali við fréttamann Stöðvar 2. 15. ágúst 2008 12:55
Vonar að Marsibil fylgi Óskari þegar upp er staðið Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Óskar Bergsson hafi fylgt sannfæringu sinni þegar hann ákvað mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn í gær. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundardóttur sé harðari en hann átti von á. 15. ágúst 2008 09:54
Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum. 15. ágúst 2008 11:09
Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta. 15. ágúst 2008 11:30
Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun. 15. ágúst 2008 10:46
Össur: Lagt af stað með skip sem þarf ekki sker til að steyta á Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um nýjan meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. 15. ágúst 2008 10:13