Lífið

Rambó ræðst á sjálfsala

„Ég bað um M&M!!!“
„Ég bað um M&M!!!“ MYND/Getty
Sylvester Stallone er alvanur að berja á þungvopnuðum illmennum, en nýjasta fórnarlamb hans átti erfiðara með að svara fyrir sig. Stallone situr nú í kviðdómi, og það var sjálfsali í dómshúsi í Los Angeles sem fékk að finna fyrir reiði Rambó.

Samkvæmt nærstöddum trompaðist leikarinn, öskraði á vélina og hristi hana. Ástæðan var skiljanleg. Stallone sagði við New York Daily News að hann hefði pantað M&M, en vélin hafi hinsvegar skilað honum Skittles. Hann létt sig þó hafa það að þræla því í sig, en þá tók ekki betra við. Nammið festist í tönnum heljarmennisins, sem tók þá nýtt og enn verra bræðiskast á vélina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.