Lífið

Páll Óskar frumsýnir nýtt myndband í kvöld

Páll Óskar í nýja myndbandinu.
Páll Óskar í nýja myndbandinu.

Nýja tónlistarmyndbandið Betra líf með Páli Óskari verður frumsýnt í kvöld á Stöð 2 í þættinum Ísland í dag. Mikill fjöldi, eða hátt í 250 manns, kemur þar fram ásamt Páli Óskari. Það er Reynir Lyngdal sem leikstýrir myndbandinu.

Margt var um manninn þegar stór og mikil sjónvarpsauglýsing var nýlega kvikmynduð fyrir Byr sparisjóð í blíðskaparveðri í Hafnarfirði. Hátt í 250 manns voru þar saman komin í öllum regnbogans litum, dansandi og syngjandi með Pál Óskar í fararbroddi.

Samtímis fóru fram tökur á nýju tónlistarmyndbandi með einu vinsælasta popplagi Páls Óskars „Betra líf" af metsöluplötunni „Allt fyrir ástina". Með hliðsjón af fjölda þátttakenda var um eina umfangsmestu kvikmyndatöku að ræða hér á landi hvort heldur litið er til auglýsinga eða tónlistarmyndbanda.

Segja má að tónlistarmyndbandið sé í sannkölluðum söngleikjastíl sem minnir á gullöld Hollywood eða jafnvel Bollywood. Pegasus sá um gerð bæði myndbandsins og auglýsingarinnar og var leikstjórn í höndum Reynis Lyngdal.

Sjálf auglýsingin snýr að námsmannaþjónustu Byrs sem verður kynnt á næstunni undir yfirskriftinni „Fjárhagsleg heilsa er betra líf með Byr námsmönnum". Páll Óskar skrifaði nýlega undir samstarfssamning við Byr og verður næsta árið í forgrunni fyrir fjárhagslegt heilsuátak Byrs.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Byr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.