Erlent

Íhaldssamir fá frekar framgang

Konur mótmæltu banni við höfuðklútum í háskólum í Tyrklandi fyrr á árinu. Fréttablaðið/ap
Konur mótmæltu banni við höfuðklútum í háskólum í Tyrklandi fyrr á árinu. Fréttablaðið/ap
Hófsamir tyrkneskir múslimar eru nú undir auknum þrýstingi til að ganga með höfuðklúta, ganga til bæna á föstudögum og fasta í Ramadan-mánuði ef þeir vilja framgang í starfi innan stjórnsýslunnar.

Alger aðskilnaður ríkis og trúar hefur verið í Tyrklandi, en margir þykjast sjá sprungur í þeim múr. Rannsókn hefur nú sýnt að Tyrkir trúa því að íhaldssamir múslimar komist frekar til áhrifa.

Þá heyrðu rannsakendur sögur af kúgun hófsamra, til dæmis að fólk hafi verið barið fyrir að reykja í Ramadan-mánuðinum. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×