Lífið

Með kúrekahatt og í þröngum gallabuxum á hestamóti

Gillz verður á hestamannamótinu í kvöld.
Gillz verður á hestamannamótinu í kvöld.

Egill „Gillzenegger" Einarsson hljómborðsleikari Merzedes Club mun troða upp á Landsmóti hestamanna á Hellu í kvöld. Þar mun hann mæta í níðþröngum gallabuxum og með kúrekahatt og taka nokkra smelli.

„Ég verð með kúrekahatt, ef það virkar ekki þá hætti ég þessu," sagði Egill við Simma og Sveppa á Bylgjunni í morgun aðspurður um hvort hann ætlaði að næla sér í konu á hestamannamótinu.

„Þarna verða tuttugu þúsund kellingar, ég er að vinna í þessu," sagði Egill en hann var vakinn af þeim félögum í morgun.

Í samtalinu kom einnig fram að Merzedes Club var með prufur fyrir nýja söngkonu á Tunglinu klukkan 14:00 í dag. „Bakraddarsöngkonan okkar er að kenna Bootcamp og kemst ekki með okkur út þar sem hún er upptekin við að koma feitabollum í form," sagði Egill en hljómsveitin er á leið til Albufeira í Portúgal þarnn 17. júlí á Club Kiss.

„Við erum fáránlega stór í Portúgal og þau heimtuðu að fá okkur."

Aðspurður um hversu góð nýja söngkonan þyrfti að vera sagði Egill. „Þetta þarf ekkert að vera nein Celine Dion, en hún verður að geta bjargað sér."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.