Lífið

Tíu ísbjarnarfeldir í boði

Það dreymir eflaust marga um ísbjarnarfeld á stofugólfið. Það er þó ekki um auðugan garð að gresja í þeim efnum fyrir landann. Ísbirnir hafa fram að þessu ekki verið tíðir gestir á landinu, og skagfirskar grenjasakyttur séð til þess þeir sem hafa látið sjá sig hafa líklega verið full götóttir fyrir stofugólfið þegar yfir lauk.

Bangsafeldaþyrstir Íslendingar hafa því þurft að leita út fyrir landssteinana eftir sínum skinnum með tilheyrandi kostnaði. Fljótlega býðst þeim hinsvegar valkostur. Hönnuðurinn Sruli Recht hefur hannað „ísbjarnarfeld" sem verður fáanlegur á vefsíðunni birkiland.is frá og með fjórða júlí. Feldurinn er þriggja metra langur og gerður úr fimmtán séríslenskum sauðagærum. Feldurinn - eins og alvöru grænlenskir frændur hans - er þó til í takmörkuðu upplagi. Einungis verða gerðar tíu mottur, og munu þær kosta 2.590 dollara án vasks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.