Innlent

Neyðarlög samþykkt á Alþingi

Frá Alþingi í kvöld.
Frá Alþingi í kvöld.

Alþingi samþykkti á tólfta tímanum í kvöld neyðarlög vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. Geir Haarde forsætisráðherra lagði frumvarpið fram um fimmleytið í dag, eftir að hafa ávarpað þjóðina í sjónvarpi. Með lögunum fær Íbúðalánasjóður heimild til að taka yfir öll íbúðalán bankanna. Ríkið fær heimild til að stofna nýja banka og fjármálafyrirtæki, eða yfirtaka þau sem fyrir eru.

Sextíu og tveir þingmenn greiddu atkvæði um frumvarpið. Fimmtíu þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en það voru þingmenn stjórnarmeirihlutans auk þingmanna Framsóknarflokksins. Þingmenn Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×