Innlent

Þrír af hverjum fjórum óku of hratt

Fjölmargir óku of hratt nálægt Menntaskólanum í Kópavogi á föstudag.
Fjölmargir óku of hratt nálægt Menntaskólanum í Kópavogi á föstudag. MYND/Heiða

Þrír af hverjum fjórum ökumönnum sem óku um Grænatún í Kópavogi á einni klukkustund á föstudag óku of hratt samkvæmt mælingum lögreglu.

Alls fóru 80 ökumenn eftir Grænatúni í austurátt að Bæjartúni á þessari klukkustund og var 61 yfir hámarkshraða. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði er á veginum en sá sem hraðast ók var á 62 kílómetra, á rúmlega tvöföldum hámarkshraða.

Þá voru brot 94 manna mynduð á Digranesvegi á klukkustund á föstudag, en rúmlega 180 fóru um veginn við Menntaskólann í Kópavogi á þeim tíma. Því ók rúmlega helmingur ökumanna yfir hámarkshraða sem einnig er 30 kílómetrar á klukkustund. Fimm óku á 50 kílómetra hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 57.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×