Innlent

Leita tiltekins manns vegna ráns við Grettisgötu

Vopnað rán var framið í söluturni við Grettisgötu um klukkan hálf tólf í gærkvöldi og er ræninginn ófundinn.

Hann hafði klút fyrir vitum og ógnaði afgreiðslumanni með hnífi. Afgreiðslumaðurinn ákvað að fara að kröfum ræningjans, sem komst undan með einhverja fjármuni, talsvert af tóbaki og DVD-diska. Afgreiðslumanninn sakaði ekki.

Talsverð leit var gerð að ræningjanum í nótt en þótt hann fyndist ekki komu fram vísbendingar um hver hann kann að vera. Er því tiltekins manns leitað þessa stundina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×