Innlent

Magnús Þór vill auka þorskveiðar en friða loðnuna á móti

Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndra vill að Íslendingar auki sóknina í þorskinn en friði loðnuna á móti. Magnús ræddi málið á fundi Landsráðs flokksins um helgina og benti á reynsluna frá Barentshafi máli sínu til stuðnings.

Magnús segir að Norðmenn hefðu verið píndir af Rússum til þess að heimila 390 þús. tonna þorskafla en ráðgjöfin var 110 þús.tonn. Þetta var árið 2000. Núna, árið 2008, er ennþá verið að veiða svipað eða jafnvel meira eða allt upp í hálfa milljón tonna af þorski.

Atburðarásin í Barentshafi öll þessi ár hefur verið sú að þorskstofninn er alltaf að styrkjast þrátt fyrir viðvörunarorð fiskifræðinga um að þroskstofninn sé í stór hættu. Magnús telur að lykillinn að þessu sé sá að Norðmenn hafa ekki snert aðalfæðu þorsksins, loðnuna. Magnús vill að hið sama verði gert hérlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×