Innlent

Aukin nýskráning ökutækja milli ára

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fyrstu 102 daga ársins 2008 hafa 6.955 ökutæki verið nýskráð miðað við 5.999 eftir jafnmarga skráningardaga í fyrra, segir Umferðarstofa.

Er hér um að ræða 15,9% aukningu milli ára. Sé eingöngu miðað við fyrstu 53 daga ársins jókst nýskráning hins vegar um 46,8% miðað við sama tímabil í fyrra svo í heildina sést að dregið hefur úr aukningunni milli ára á síðari hluta 102 daga tímabilsins.

Þá eru eigendaskipti ökutækja færri nú en á sama tíma í fyrra. Fyrstu 102 daga þessa árs voru skráð eigendaskipti 26.402 miðað við 26.773 í fyrra og nemur samdrátturinn 1,4%. Fyrstu 53 daga ársins varð þó nokkur aukning eigendaskipta og nemur hún 2,6%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×