Þjóðin fór ekki á annan endann yfir Remax auglýsingu 2. janúar 2008 15:44 Það eru skiptar skoðanir um fyrstu auglýsinguna sem landsmönnum er boðið upp á í miðju áramótaskaupsins. Skaupið er líklega langvinsælasta sjónvarpsefni á landinu, og er vart mannsbarn sem ekki situr límt fyrir framan skjáinn þessar síðustu stundir ársins. Margir höfðu spáð því að það fyrirtæki sem auglýsti í þessu heilagasta sjónvarpsefni landsins myndi uppskera óvild þjóðarinnar. Það var fasteignasalan Remax sem braut ísinn og bauð í plássið umdeilda. Þar á bæ eru menn ánægðir með hvernig tókst til. ,,Það var gríðarleg almenn ánægja með hana" ,,Þetta var mjög falleg og hugljúf auglýsing." segir Gunnar Sverrir Harðarson, markaðsstjóri Remax. Fasteignasalan var stærsti auglýsandi á blaðamarkaði árið 2006, en þetta er fyrsta leikna sjónvarpsauglýsing Remax. Ljóst er að þeir réðust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, en birting auglýsingar í þessu langvinsælasta sjónvarpsefni landsins var ekki ókeypis. ,,Við förum ekki í neitt nema við getum gert það með stæl" segir Gunnar. Aðspurður hvort framhald verði á auglýsingum þeirra í sjónvarpi segir Gunnar aldrei að vita hvað gerist á þessu ári, en þeim hafi þótt verið kominn tími á að skoða aðra miðla.Sumum þótti þau að auglýsing á þessum stað hefði mátt vera kraftmeiri. ,,Hún var eins og feimin boðflenna í stóru partíi." segir Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við listaháskólann um auglýsinguna. ,,Hún var miklu veikari en ég hefði haldið." Guðmundur gerir auglýsinguna að umfjöllunarefni sínu í grein í helgarblaði Viðskiptablaðsins sem kemur út á föstudaginn. Aðspurður hvort hann telji að auglýsingin verði Remax til framdráttar segist hann ekki alveg viss. ,,Þetta vekur ferlega mikla athygli." segir Guðmundur, og bætir við að hún sé líkleg til að vekja bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. ,,Þetta hjálpar örugglega til við almenna ímynd." Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að sér hafi litist vel á hvernig tókst til. Afar fáar kvartanir hafi borist fyrir birtingu Skaupsins, og eftir sýningu þess hafi viðbrögðin verið jákvæð. Hann segir að hugmyndin um auglýsingahléð hafi sprottið af forvitni um hver viðbrögð auglýsenda yrðu ef gefinn yrði kostur á einni auglýsingu í miðju vinsælasta sjónvarpsefnis landsins. Ýmis skilyrði fylgdu auglýsingunni. Hún þurfti að vera frumsamin og frumflutt íslensk auglýsing, og skyldi plássið kosta þrjár milljónir að lágmarki. Viðbrögðin létu á sér standa í fyrstu. Innan þess frests sem gefin var bárust engin gild tilboð, en stuttu eftir að frestur rann út bauð Remax í plássið. Páll segir að menn hafi líklega verið ragir að taka þátt í þessari tilraun, og kannski talið sig geta tapað á því. Þá sé árferðið ekki gott og neyslugleðin ekki sú sama og síðustu ár. Stærstu fyrirtækjunum hafi því kannski þótt ósmekklegt að auglýsa þarna. ,,Þetta orkaði tvímælis og sumum þótti þetta misráðið, og við tökum að sjálfsögðu fullt tillit til þeirra sjónarmiða." segir Páll, og bætir við að þetta hafi verið tilraun, og nú verði sest niður og metið hvort framhald verði á. Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Fleiri fréttir Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Sjá meira
Það eru skiptar skoðanir um fyrstu auglýsinguna sem landsmönnum er boðið upp á í miðju áramótaskaupsins. Skaupið er líklega langvinsælasta sjónvarpsefni á landinu, og er vart mannsbarn sem ekki situr límt fyrir framan skjáinn þessar síðustu stundir ársins. Margir höfðu spáð því að það fyrirtæki sem auglýsti í þessu heilagasta sjónvarpsefni landsins myndi uppskera óvild þjóðarinnar. Það var fasteignasalan Remax sem braut ísinn og bauð í plássið umdeilda. Þar á bæ eru menn ánægðir með hvernig tókst til. ,,Það var gríðarleg almenn ánægja með hana" ,,Þetta var mjög falleg og hugljúf auglýsing." segir Gunnar Sverrir Harðarson, markaðsstjóri Remax. Fasteignasalan var stærsti auglýsandi á blaðamarkaði árið 2006, en þetta er fyrsta leikna sjónvarpsauglýsing Remax. Ljóst er að þeir réðust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, en birting auglýsingar í þessu langvinsælasta sjónvarpsefni landsins var ekki ókeypis. ,,Við förum ekki í neitt nema við getum gert það með stæl" segir Gunnar. Aðspurður hvort framhald verði á auglýsingum þeirra í sjónvarpi segir Gunnar aldrei að vita hvað gerist á þessu ári, en þeim hafi þótt verið kominn tími á að skoða aðra miðla.Sumum þótti þau að auglýsing á þessum stað hefði mátt vera kraftmeiri. ,,Hún var eins og feimin boðflenna í stóru partíi." segir Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við listaháskólann um auglýsinguna. ,,Hún var miklu veikari en ég hefði haldið." Guðmundur gerir auglýsinguna að umfjöllunarefni sínu í grein í helgarblaði Viðskiptablaðsins sem kemur út á föstudaginn. Aðspurður hvort hann telji að auglýsingin verði Remax til framdráttar segist hann ekki alveg viss. ,,Þetta vekur ferlega mikla athygli." segir Guðmundur, og bætir við að hún sé líkleg til að vekja bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. ,,Þetta hjálpar örugglega til við almenna ímynd." Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að sér hafi litist vel á hvernig tókst til. Afar fáar kvartanir hafi borist fyrir birtingu Skaupsins, og eftir sýningu þess hafi viðbrögðin verið jákvæð. Hann segir að hugmyndin um auglýsingahléð hafi sprottið af forvitni um hver viðbrögð auglýsenda yrðu ef gefinn yrði kostur á einni auglýsingu í miðju vinsælasta sjónvarpsefnis landsins. Ýmis skilyrði fylgdu auglýsingunni. Hún þurfti að vera frumsamin og frumflutt íslensk auglýsing, og skyldi plássið kosta þrjár milljónir að lágmarki. Viðbrögðin létu á sér standa í fyrstu. Innan þess frests sem gefin var bárust engin gild tilboð, en stuttu eftir að frestur rann út bauð Remax í plássið. Páll segir að menn hafi líklega verið ragir að taka þátt í þessari tilraun, og kannski talið sig geta tapað á því. Þá sé árferðið ekki gott og neyslugleðin ekki sú sama og síðustu ár. Stærstu fyrirtækjunum hafi því kannski þótt ósmekklegt að auglýsa þarna. ,,Þetta orkaði tvímælis og sumum þótti þetta misráðið, og við tökum að sjálfsögðu fullt tillit til þeirra sjónarmiða." segir Páll, og bætir við að þetta hafi verið tilraun, og nú verði sest niður og metið hvort framhald verði á.
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Fleiri fréttir Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Sjá meira