Íslenski boltinn

Bjarnólfur aftur í ÍBV

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bjarnólfur Lárusson.
Bjarnólfur Lárusson.

Miðjumaðurinn Bjarnólfur Lárusson er genginn í raðir ÍBV á ný. Bjarnólfur tók sér hvíld frá fótbolta eftir að hafa verið tilkynnt síðasta vetur af Loga Ólafssyni, þjálfara KR, að hann væri ekki í áætlunum félagsins.

Bjarnólfur kom til KR frá ÍBV eftir tímabilið 2004. Hann er 32 ára og varð Íslandsmeistari með ÍBV 1997.

ÍBV er í efsta sæti 1. deildarinnar. Á heimasíðu félagsins segir að leitað hafi verið til Bjarnólfs þegar ljóst var að hinn brasilíski Italo Maciel myndi yfirgefa félagið. Tók Bjarnólfur vel í ósk Eyjamanna um að koma til liðs við félagið í baráttunni um úrvalsdeildarsæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×