Stjórn Landsvirkjunar einhuga um nafnleynd Magnús Már Guðmundsson skrifar 4. september 2008 11:36 Ingimundur Sigurpálsson er stjórnarformaður Landsvirkjunar. Stjórn Landsvirkjunar telur að það kunni að draga úr umsóknum hæfra einstaklinga verði opinberað hverjir sækja um forstjórastöðu fyrirtækisins, að sögn Ingimundar Sigurpálssonar stjórnarformanns Landsvirkjunar. ,,Að fenginni reynslu þá vitum við að ýmsir öflugir stjórnendur eiga erfitt með að sækja um þegar upplýsingar eru gefnar upp um umsóknir. Ég heyrði engar mótbárur við því að þessi leið væri farin í stjórninni. Þetta er mjög almennt viðhorf," segir Ingimundur. Staða forstjóra Landsvirkjunar var auglýst til umsóknar um helgina en Friðrik Sophusson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Sjálfur var Friðrik ráðinn án auglýsingar en hann tók við sem forstjóri 1. janúar 1999. Fram kom í auglýsingunni um helgina að farið verði með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsækjendum um forstjórastöðu Orkuveitu Reykjavíkur var einnig heitið trúnaði og nafnleynd. Í samtali við Vísi fyrr í vikunni gagnrýndi Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, stjórnir fyrirtækjanna harðlega. Hún segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. Ingimundur segir að ráðningarferlið verði ekki gegnsærra með því að gert verði opinbert hverjir sækja um stöðuna. ,,Ákvörðun um ráðningu forstjóra byggir að stórum hluta á huglægu mati sem erfitt er að gera gegnsætt," segir Ingimundur og bætir við að ákvörðun stjórnarinnar stangist ekki á við lög um Landsvirkjun og lög um opinbera starfsmenn. Ingimundur á von á því að greint verði frá fjölda þeirra sem sækja um forstjórastöðuna. Undanfarin misseri hafa ýmsir verið nefndir sem eftirmenn Friðriks sem forstjóri Landsvirkjunar. Spurður hvort að umræðan skaði að einhverju leyti fyrirtækið segir Ingimundur svo ekki vera. ,,Ég get ekki lagt mat á það hvort að umræða sé góð eða slæm. Ég hef ekki orðið sérstaklega var við að hún hafi komið fyrirtækinu illa hvort sem að öflugir sjálfstæðismenn hafi verið tengdir umræðu um stöðu forstjóra Landsvirkjunar eða einhverjir aðrir." Aðspurður hvort að hann hafi viljað að Friðrik sæti áfram sem forstjóri Landsvirkjunar segist Ingimundur hafa viljað vinna með honum áfram. ,,Friðrik hefur að mínu mati staðið sig feykivel." Tengdar fréttir Opinber fyrirtæki bjóða umsækjendum um forstjórastöður nafnleynd Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur heita þeim trúnaði sem sækja um forstjórastöður fyrirtækjanna. Upplýsingalög kveða skýrt á um að skylt er að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn. 1. september 2008 15:41 Nafnleynd umsækjenda ámælisverð Álfheiður Ingadóttir segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. ,,Stjórnsýslan á að vera gagnsæ í orkufyrirtækjum í eigu almennings. Það eiga ekki að vera neinar undantekningar þar." 2. september 2008 11:16 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Stjórn Landsvirkjunar telur að það kunni að draga úr umsóknum hæfra einstaklinga verði opinberað hverjir sækja um forstjórastöðu fyrirtækisins, að sögn Ingimundar Sigurpálssonar stjórnarformanns Landsvirkjunar. ,,Að fenginni reynslu þá vitum við að ýmsir öflugir stjórnendur eiga erfitt með að sækja um þegar upplýsingar eru gefnar upp um umsóknir. Ég heyrði engar mótbárur við því að þessi leið væri farin í stjórninni. Þetta er mjög almennt viðhorf," segir Ingimundur. Staða forstjóra Landsvirkjunar var auglýst til umsóknar um helgina en Friðrik Sophusson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Sjálfur var Friðrik ráðinn án auglýsingar en hann tók við sem forstjóri 1. janúar 1999. Fram kom í auglýsingunni um helgina að farið verði með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsækjendum um forstjórastöðu Orkuveitu Reykjavíkur var einnig heitið trúnaði og nafnleynd. Í samtali við Vísi fyrr í vikunni gagnrýndi Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, stjórnir fyrirtækjanna harðlega. Hún segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. Ingimundur segir að ráðningarferlið verði ekki gegnsærra með því að gert verði opinbert hverjir sækja um stöðuna. ,,Ákvörðun um ráðningu forstjóra byggir að stórum hluta á huglægu mati sem erfitt er að gera gegnsætt," segir Ingimundur og bætir við að ákvörðun stjórnarinnar stangist ekki á við lög um Landsvirkjun og lög um opinbera starfsmenn. Ingimundur á von á því að greint verði frá fjölda þeirra sem sækja um forstjórastöðuna. Undanfarin misseri hafa ýmsir verið nefndir sem eftirmenn Friðriks sem forstjóri Landsvirkjunar. Spurður hvort að umræðan skaði að einhverju leyti fyrirtækið segir Ingimundur svo ekki vera. ,,Ég get ekki lagt mat á það hvort að umræða sé góð eða slæm. Ég hef ekki orðið sérstaklega var við að hún hafi komið fyrirtækinu illa hvort sem að öflugir sjálfstæðismenn hafi verið tengdir umræðu um stöðu forstjóra Landsvirkjunar eða einhverjir aðrir." Aðspurður hvort að hann hafi viljað að Friðrik sæti áfram sem forstjóri Landsvirkjunar segist Ingimundur hafa viljað vinna með honum áfram. ,,Friðrik hefur að mínu mati staðið sig feykivel."
Tengdar fréttir Opinber fyrirtæki bjóða umsækjendum um forstjórastöður nafnleynd Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur heita þeim trúnaði sem sækja um forstjórastöður fyrirtækjanna. Upplýsingalög kveða skýrt á um að skylt er að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn. 1. september 2008 15:41 Nafnleynd umsækjenda ámælisverð Álfheiður Ingadóttir segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. ,,Stjórnsýslan á að vera gagnsæ í orkufyrirtækjum í eigu almennings. Það eiga ekki að vera neinar undantekningar þar." 2. september 2008 11:16 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Opinber fyrirtæki bjóða umsækjendum um forstjórastöður nafnleynd Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur heita þeim trúnaði sem sækja um forstjórastöður fyrirtækjanna. Upplýsingalög kveða skýrt á um að skylt er að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn. 1. september 2008 15:41
Nafnleynd umsækjenda ámælisverð Álfheiður Ingadóttir segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. ,,Stjórnsýslan á að vera gagnsæ í orkufyrirtækjum í eigu almennings. Það eiga ekki að vera neinar undantekningar þar." 2. september 2008 11:16