Stjórn Landsvirkjunar einhuga um nafnleynd Magnús Már Guðmundsson skrifar 4. september 2008 11:36 Ingimundur Sigurpálsson er stjórnarformaður Landsvirkjunar. Stjórn Landsvirkjunar telur að það kunni að draga úr umsóknum hæfra einstaklinga verði opinberað hverjir sækja um forstjórastöðu fyrirtækisins, að sögn Ingimundar Sigurpálssonar stjórnarformanns Landsvirkjunar. ,,Að fenginni reynslu þá vitum við að ýmsir öflugir stjórnendur eiga erfitt með að sækja um þegar upplýsingar eru gefnar upp um umsóknir. Ég heyrði engar mótbárur við því að þessi leið væri farin í stjórninni. Þetta er mjög almennt viðhorf," segir Ingimundur. Staða forstjóra Landsvirkjunar var auglýst til umsóknar um helgina en Friðrik Sophusson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Sjálfur var Friðrik ráðinn án auglýsingar en hann tók við sem forstjóri 1. janúar 1999. Fram kom í auglýsingunni um helgina að farið verði með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsækjendum um forstjórastöðu Orkuveitu Reykjavíkur var einnig heitið trúnaði og nafnleynd. Í samtali við Vísi fyrr í vikunni gagnrýndi Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, stjórnir fyrirtækjanna harðlega. Hún segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. Ingimundur segir að ráðningarferlið verði ekki gegnsærra með því að gert verði opinbert hverjir sækja um stöðuna. ,,Ákvörðun um ráðningu forstjóra byggir að stórum hluta á huglægu mati sem erfitt er að gera gegnsætt," segir Ingimundur og bætir við að ákvörðun stjórnarinnar stangist ekki á við lög um Landsvirkjun og lög um opinbera starfsmenn. Ingimundur á von á því að greint verði frá fjölda þeirra sem sækja um forstjórastöðuna. Undanfarin misseri hafa ýmsir verið nefndir sem eftirmenn Friðriks sem forstjóri Landsvirkjunar. Spurður hvort að umræðan skaði að einhverju leyti fyrirtækið segir Ingimundur svo ekki vera. ,,Ég get ekki lagt mat á það hvort að umræða sé góð eða slæm. Ég hef ekki orðið sérstaklega var við að hún hafi komið fyrirtækinu illa hvort sem að öflugir sjálfstæðismenn hafi verið tengdir umræðu um stöðu forstjóra Landsvirkjunar eða einhverjir aðrir." Aðspurður hvort að hann hafi viljað að Friðrik sæti áfram sem forstjóri Landsvirkjunar segist Ingimundur hafa viljað vinna með honum áfram. ,,Friðrik hefur að mínu mati staðið sig feykivel." Tengdar fréttir Opinber fyrirtæki bjóða umsækjendum um forstjórastöður nafnleynd Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur heita þeim trúnaði sem sækja um forstjórastöður fyrirtækjanna. Upplýsingalög kveða skýrt á um að skylt er að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn. 1. september 2008 15:41 Nafnleynd umsækjenda ámælisverð Álfheiður Ingadóttir segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. ,,Stjórnsýslan á að vera gagnsæ í orkufyrirtækjum í eigu almennings. Það eiga ekki að vera neinar undantekningar þar." 2. september 2008 11:16 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sjá meira
Stjórn Landsvirkjunar telur að það kunni að draga úr umsóknum hæfra einstaklinga verði opinberað hverjir sækja um forstjórastöðu fyrirtækisins, að sögn Ingimundar Sigurpálssonar stjórnarformanns Landsvirkjunar. ,,Að fenginni reynslu þá vitum við að ýmsir öflugir stjórnendur eiga erfitt með að sækja um þegar upplýsingar eru gefnar upp um umsóknir. Ég heyrði engar mótbárur við því að þessi leið væri farin í stjórninni. Þetta er mjög almennt viðhorf," segir Ingimundur. Staða forstjóra Landsvirkjunar var auglýst til umsóknar um helgina en Friðrik Sophusson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Sjálfur var Friðrik ráðinn án auglýsingar en hann tók við sem forstjóri 1. janúar 1999. Fram kom í auglýsingunni um helgina að farið verði með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsækjendum um forstjórastöðu Orkuveitu Reykjavíkur var einnig heitið trúnaði og nafnleynd. Í samtali við Vísi fyrr í vikunni gagnrýndi Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, stjórnir fyrirtækjanna harðlega. Hún segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. Ingimundur segir að ráðningarferlið verði ekki gegnsærra með því að gert verði opinbert hverjir sækja um stöðuna. ,,Ákvörðun um ráðningu forstjóra byggir að stórum hluta á huglægu mati sem erfitt er að gera gegnsætt," segir Ingimundur og bætir við að ákvörðun stjórnarinnar stangist ekki á við lög um Landsvirkjun og lög um opinbera starfsmenn. Ingimundur á von á því að greint verði frá fjölda þeirra sem sækja um forstjórastöðuna. Undanfarin misseri hafa ýmsir verið nefndir sem eftirmenn Friðriks sem forstjóri Landsvirkjunar. Spurður hvort að umræðan skaði að einhverju leyti fyrirtækið segir Ingimundur svo ekki vera. ,,Ég get ekki lagt mat á það hvort að umræða sé góð eða slæm. Ég hef ekki orðið sérstaklega var við að hún hafi komið fyrirtækinu illa hvort sem að öflugir sjálfstæðismenn hafi verið tengdir umræðu um stöðu forstjóra Landsvirkjunar eða einhverjir aðrir." Aðspurður hvort að hann hafi viljað að Friðrik sæti áfram sem forstjóri Landsvirkjunar segist Ingimundur hafa viljað vinna með honum áfram. ,,Friðrik hefur að mínu mati staðið sig feykivel."
Tengdar fréttir Opinber fyrirtæki bjóða umsækjendum um forstjórastöður nafnleynd Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur heita þeim trúnaði sem sækja um forstjórastöður fyrirtækjanna. Upplýsingalög kveða skýrt á um að skylt er að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn. 1. september 2008 15:41 Nafnleynd umsækjenda ámælisverð Álfheiður Ingadóttir segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. ,,Stjórnsýslan á að vera gagnsæ í orkufyrirtækjum í eigu almennings. Það eiga ekki að vera neinar undantekningar þar." 2. september 2008 11:16 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sjá meira
Opinber fyrirtæki bjóða umsækjendum um forstjórastöður nafnleynd Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur heita þeim trúnaði sem sækja um forstjórastöður fyrirtækjanna. Upplýsingalög kveða skýrt á um að skylt er að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn. 1. september 2008 15:41
Nafnleynd umsækjenda ámælisverð Álfheiður Ingadóttir segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. ,,Stjórnsýslan á að vera gagnsæ í orkufyrirtækjum í eigu almennings. Það eiga ekki að vera neinar undantekningar þar." 2. september 2008 11:16