Stjórn Landsvirkjunar einhuga um nafnleynd Magnús Már Guðmundsson skrifar 4. september 2008 11:36 Ingimundur Sigurpálsson er stjórnarformaður Landsvirkjunar. Stjórn Landsvirkjunar telur að það kunni að draga úr umsóknum hæfra einstaklinga verði opinberað hverjir sækja um forstjórastöðu fyrirtækisins, að sögn Ingimundar Sigurpálssonar stjórnarformanns Landsvirkjunar. ,,Að fenginni reynslu þá vitum við að ýmsir öflugir stjórnendur eiga erfitt með að sækja um þegar upplýsingar eru gefnar upp um umsóknir. Ég heyrði engar mótbárur við því að þessi leið væri farin í stjórninni. Þetta er mjög almennt viðhorf," segir Ingimundur. Staða forstjóra Landsvirkjunar var auglýst til umsóknar um helgina en Friðrik Sophusson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Sjálfur var Friðrik ráðinn án auglýsingar en hann tók við sem forstjóri 1. janúar 1999. Fram kom í auglýsingunni um helgina að farið verði með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsækjendum um forstjórastöðu Orkuveitu Reykjavíkur var einnig heitið trúnaði og nafnleynd. Í samtali við Vísi fyrr í vikunni gagnrýndi Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, stjórnir fyrirtækjanna harðlega. Hún segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. Ingimundur segir að ráðningarferlið verði ekki gegnsærra með því að gert verði opinbert hverjir sækja um stöðuna. ,,Ákvörðun um ráðningu forstjóra byggir að stórum hluta á huglægu mati sem erfitt er að gera gegnsætt," segir Ingimundur og bætir við að ákvörðun stjórnarinnar stangist ekki á við lög um Landsvirkjun og lög um opinbera starfsmenn. Ingimundur á von á því að greint verði frá fjölda þeirra sem sækja um forstjórastöðuna. Undanfarin misseri hafa ýmsir verið nefndir sem eftirmenn Friðriks sem forstjóri Landsvirkjunar. Spurður hvort að umræðan skaði að einhverju leyti fyrirtækið segir Ingimundur svo ekki vera. ,,Ég get ekki lagt mat á það hvort að umræða sé góð eða slæm. Ég hef ekki orðið sérstaklega var við að hún hafi komið fyrirtækinu illa hvort sem að öflugir sjálfstæðismenn hafi verið tengdir umræðu um stöðu forstjóra Landsvirkjunar eða einhverjir aðrir." Aðspurður hvort að hann hafi viljað að Friðrik sæti áfram sem forstjóri Landsvirkjunar segist Ingimundur hafa viljað vinna með honum áfram. ,,Friðrik hefur að mínu mati staðið sig feykivel." Tengdar fréttir Opinber fyrirtæki bjóða umsækjendum um forstjórastöður nafnleynd Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur heita þeim trúnaði sem sækja um forstjórastöður fyrirtækjanna. Upplýsingalög kveða skýrt á um að skylt er að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn. 1. september 2008 15:41 Nafnleynd umsækjenda ámælisverð Álfheiður Ingadóttir segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. ,,Stjórnsýslan á að vera gagnsæ í orkufyrirtækjum í eigu almennings. Það eiga ekki að vera neinar undantekningar þar." 2. september 2008 11:16 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Stjórn Landsvirkjunar telur að það kunni að draga úr umsóknum hæfra einstaklinga verði opinberað hverjir sækja um forstjórastöðu fyrirtækisins, að sögn Ingimundar Sigurpálssonar stjórnarformanns Landsvirkjunar. ,,Að fenginni reynslu þá vitum við að ýmsir öflugir stjórnendur eiga erfitt með að sækja um þegar upplýsingar eru gefnar upp um umsóknir. Ég heyrði engar mótbárur við því að þessi leið væri farin í stjórninni. Þetta er mjög almennt viðhorf," segir Ingimundur. Staða forstjóra Landsvirkjunar var auglýst til umsóknar um helgina en Friðrik Sophusson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Sjálfur var Friðrik ráðinn án auglýsingar en hann tók við sem forstjóri 1. janúar 1999. Fram kom í auglýsingunni um helgina að farið verði með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsækjendum um forstjórastöðu Orkuveitu Reykjavíkur var einnig heitið trúnaði og nafnleynd. Í samtali við Vísi fyrr í vikunni gagnrýndi Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, stjórnir fyrirtækjanna harðlega. Hún segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. Ingimundur segir að ráðningarferlið verði ekki gegnsærra með því að gert verði opinbert hverjir sækja um stöðuna. ,,Ákvörðun um ráðningu forstjóra byggir að stórum hluta á huglægu mati sem erfitt er að gera gegnsætt," segir Ingimundur og bætir við að ákvörðun stjórnarinnar stangist ekki á við lög um Landsvirkjun og lög um opinbera starfsmenn. Ingimundur á von á því að greint verði frá fjölda þeirra sem sækja um forstjórastöðuna. Undanfarin misseri hafa ýmsir verið nefndir sem eftirmenn Friðriks sem forstjóri Landsvirkjunar. Spurður hvort að umræðan skaði að einhverju leyti fyrirtækið segir Ingimundur svo ekki vera. ,,Ég get ekki lagt mat á það hvort að umræða sé góð eða slæm. Ég hef ekki orðið sérstaklega var við að hún hafi komið fyrirtækinu illa hvort sem að öflugir sjálfstæðismenn hafi verið tengdir umræðu um stöðu forstjóra Landsvirkjunar eða einhverjir aðrir." Aðspurður hvort að hann hafi viljað að Friðrik sæti áfram sem forstjóri Landsvirkjunar segist Ingimundur hafa viljað vinna með honum áfram. ,,Friðrik hefur að mínu mati staðið sig feykivel."
Tengdar fréttir Opinber fyrirtæki bjóða umsækjendum um forstjórastöður nafnleynd Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur heita þeim trúnaði sem sækja um forstjórastöður fyrirtækjanna. Upplýsingalög kveða skýrt á um að skylt er að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn. 1. september 2008 15:41 Nafnleynd umsækjenda ámælisverð Álfheiður Ingadóttir segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. ,,Stjórnsýslan á að vera gagnsæ í orkufyrirtækjum í eigu almennings. Það eiga ekki að vera neinar undantekningar þar." 2. september 2008 11:16 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Opinber fyrirtæki bjóða umsækjendum um forstjórastöður nafnleynd Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur heita þeim trúnaði sem sækja um forstjórastöður fyrirtækjanna. Upplýsingalög kveða skýrt á um að skylt er að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn. 1. september 2008 15:41
Nafnleynd umsækjenda ámælisverð Álfheiður Ingadóttir segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. ,,Stjórnsýslan á að vera gagnsæ í orkufyrirtækjum í eigu almennings. Það eiga ekki að vera neinar undantekningar þar." 2. september 2008 11:16