Íslenski boltinn

Hjörtur fékk tveggja leikja bann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hjörtur Hjartarson.
Hjörtur Hjartarson.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í dag eins og alla þriðjudaga. Tveir leikmenn í Landsbankadeild karla voru dæmdir í leikbann.

Hjörtur Hjartarson, sóknarmaður Þróttar, fékk að líta rauða spjaldið í leik gegn Fjölni í gær en hann var dæmdur í tveggja leikja bann. Hann missir því af leikjum gegn Breiðabliki og FH.

Þá fékk Baldur Aðalsteinsson hjá Val eins leiks bann en hann fékk rautt spjald gegn Keflavík um síðustu helgi. Baldur tekur bannið út í leik gegn Grindavík á sunnudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×