Íslenski boltinn

Þórarinn skoraði besta markið í elleftu umferð

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bjargvætturinn skoraði besta mark elleftu umferðar.
Bjargvætturinn skoraði besta mark elleftu umferðar.

Vísir stendur ávallt fyrir kosningu þar sem kosið er á milli fimm marka um besta mark síðustu umferðar í Landsbankadeild karla.

Þórarinn Brynjar Kristjánsson, leikmaður Keflavíkur, skoraði besta markið í elleftu umferð en það kom beint úr aukaspyrnu gegn Fram. Þórarinn fékk 45,3% atkvæða. Mark Scott Ramsey gegn Þrótti var í öðru sæti í kosningunni en það fékk 34,8% atkvæða.

Um er að ræða samvinnuverkefni Vísis, Stöð 2 Sports og Landsbankans. Mörkin má skoða í Landsbankadeildarborða Landsbankans og hægt að kjósa um besta markið á slóðinni visir.is/bestumorkin. Mörkin má einnig skoða á slóðinni.

Nú er hafin kosning á besta marki tólftu umferðar sem lauk í gær. Hólmar Örn Rúnarsson, Nenad Zivanovic, Magnús Páll Gunnarsson, Sigmundur Kristjánsson og Gunnar Örn Jónsson eru tilnefndir að þessu sinni.

Niðurstaða kosningarinnar verður kynnt í næsta þætti Landsbankamarkanna á Stöð 2 Sport.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×