Erlent

Auknar líkur á kosningum

Forsetinn ávarpaði fundarmenn, sagðist eiga Simbabve og hét því að láta aldrei undan þrýstingi um að segja af sér.
Forsetinn ávarpaði fundarmenn, sagðist eiga Simbabve og hét því að láta aldrei undan þrýstingi um að segja af sér. Nordicphotos/afp

Robert Mugabe, forseti Simbabve sagði í gær að flokksfélagar hans í Zanu-Pf ættu að byrja að undirbúa snemmbúnar forsetakosningar og að þeir ættu að safna liði til að tap kosninganna í mars síðastliðnum endurtæki sig ekki.

Ummælin lét Mugabe falla í lok tveggja daga flokksfundar þar sem hann sagði um 5 þúsund flokksfélögum að til nýrra kosninga yrði boðað ef samráðsstjórnin félli.

Mugabe varð í öðru sæti í forsetakosningum sem fram fóru í mars. Tsvangirai, sem sigraði í kosningunum dró framboð sitt til baka í annarri umferð kosninganna þar sem hann sagði stjórnvöld styðja ofbeldi sem stuðningsmenn hans voru beittir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×