Sport

Bandarískir yfirburðir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gulldrengurinn Michael Phelps.
Gulldrengurinn Michael Phelps.
Bandaríska sveitin vann yfirburðarsigur í úrslitasundinu í 4x200 metra skriðsundi karla. Michael Phelps, Ryan Lochte, Ricky Berens og Peter Vanderkaay skipuðu bandarísku sveitina sem kom í mark á 6:58,56 mínútum sem er nýtt heimsmet.

Frábær árangur hjá bandaríska liðinu sem er það fyrsta í sögunni sem nær að synda á undir sjö mínútum. Phelps náði þar með að vinna til sinna fimmtu gullverðlauna á leikunum og hefur þar með náð að vinna ellefu Ólympíugullverðlaun alls.

Rússland tók silfrið í 4x200 metra skriðsundinu og Ástralía bronsið.

Stephanie Rice frá Ástralíu vann sitt annað Ólympíugull í Peking þegar hún vann sigur í 200 metra fjórsundi kvenna. Rice vann eftir æsispennand keppni við Kirsty Coventry sem hafnaði í öðru sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×