Innlent

Afrek að tryggja áframhaldandi starfsemi Landsbankans

Það var mikið afrek unnið við það að stýra Landsbanka Íslands frá þroti í nótt og að tryggja það að Landsbankinn opnaði með eðlilegri starfsemi i morgun. Þetta sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á blaðamannafundi sem hann og Geir Haarde forsætisráðherra héldu sameiginlega í Iðnó klukkan ellefu.

Björgvin sagði að breytingin hefði verið gerð í eins góðu samlyndi og mögulegt hefði verið. Hann þakkaði starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins og stjórnendum bankans fyrir vinnu þeirra.

Björgvin tók skýrt fram að almennir starfsmenn bankans myndu halda kjörum sínum. Björgvin og Árni Mathiesen fjármálaráðherra munu funda með starfsmönnum bankans í hádeginu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×