Ásdís Rán orðin heimsfræg í Búlgaríu 1. september 2008 11:43 MYND/ArnoldStúdio „Heyrðu þetta er alveg magnað, ég er ekki einu sinni kominn til Búlgaríu en orðin stórstjarna þar!" segir fyrirsætan Ásdís Rán á blogginu sínu. Búlgörsk slúðurblöð eru nú uppfull af fregnum af Ásdísi og fótboltakappanum Garðari Gunnlaugssyni eiginmanni hennar, sem flytjast á næstunni búferlum til landsins. Eins og fram hefur komið hefur Garðar skrifað undir samning um að spila með CSKA Sofiu í Búlgaríu. Hann fór á dögunum til Búlgaríu og vakti að sögn mikla athygli fjölmiðla. Ásdís segir að í kjölfarið hafi blaðamenn farið að grafast fyrir um fjölskylduhagi hans og þá fundið auglýsingu hennar eftir au-pair stúlku. „Svo vissum við ekki meir en að eitt fréttablaðið birtir heilsíðu með fjölskyldu myndunum af prófílnum ásamt upplýsingum af vefsíðunni og gera einhverja stórfrétt úr því! Þessar fjölskyldu myndir sem birtust þar hafa vakið áhuga allra blaðana og þeir ákveðið að leita af mínu nafni á netinu og dottið svona svakalega í lukkupottinn!," segir Ásdís í færslunni. Þetta var fyrir nokkrum dögum síðan, og hefur Ásdís verið fyrirferðarmikil í þarlendum fjölmiðlum síðan, og meðal annars veitt tvö viðtöl. Í fyrradag hélt Garðar blaðamannafund, og voru blaðamenn þar meira en lítið forvitnir um spúsu hans, hvort hún væri komin til landsins, hafi sést á flugvellinum og annað í þeim dúr. „Ég er semsagt orðin uppáhalds fótbolta frú Búlgaríu að mati fjölmiðla og þeir bíða eftir mér á flugvellinum!," skrifar Ásdís. Henni líst þau greinilega illa á að mæta blaðamannahernum nýkomin úr flugi með börnin. „Ég sá þetta alveg fyrir mér - búin að ferðast með víkingasveitina (börnin) yfir til Búlgaríu (ÞAÐ ER EKKI EINNI MANNESKJU BJÓÐANDI) og vanalega þegar ég kem úr flugi með þau þá er ég hálfskríðandi, með reitt hárið, yfirleitt búið að hella yfir mig alla og makeuppið ónýtt! Þannig að það verður skemmtileg sjón sem bíður þeirra þar. Spurning hvort ég gæti ekki leigt svona escort til að fylgja mér til Búlgaríu með krakkana og setið bara sjálf í buisness class," skrifar Ásdís, sem segist reikna með því að það verði aðeins meira stuð í Búlgaríu en í sveitinni í Svíþjóð þar sem fjölskyldan hefur dvalið undanfarið. Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
„Heyrðu þetta er alveg magnað, ég er ekki einu sinni kominn til Búlgaríu en orðin stórstjarna þar!" segir fyrirsætan Ásdís Rán á blogginu sínu. Búlgörsk slúðurblöð eru nú uppfull af fregnum af Ásdísi og fótboltakappanum Garðari Gunnlaugssyni eiginmanni hennar, sem flytjast á næstunni búferlum til landsins. Eins og fram hefur komið hefur Garðar skrifað undir samning um að spila með CSKA Sofiu í Búlgaríu. Hann fór á dögunum til Búlgaríu og vakti að sögn mikla athygli fjölmiðla. Ásdís segir að í kjölfarið hafi blaðamenn farið að grafast fyrir um fjölskylduhagi hans og þá fundið auglýsingu hennar eftir au-pair stúlku. „Svo vissum við ekki meir en að eitt fréttablaðið birtir heilsíðu með fjölskyldu myndunum af prófílnum ásamt upplýsingum af vefsíðunni og gera einhverja stórfrétt úr því! Þessar fjölskyldu myndir sem birtust þar hafa vakið áhuga allra blaðana og þeir ákveðið að leita af mínu nafni á netinu og dottið svona svakalega í lukkupottinn!," segir Ásdís í færslunni. Þetta var fyrir nokkrum dögum síðan, og hefur Ásdís verið fyrirferðarmikil í þarlendum fjölmiðlum síðan, og meðal annars veitt tvö viðtöl. Í fyrradag hélt Garðar blaðamannafund, og voru blaðamenn þar meira en lítið forvitnir um spúsu hans, hvort hún væri komin til landsins, hafi sést á flugvellinum og annað í þeim dúr. „Ég er semsagt orðin uppáhalds fótbolta frú Búlgaríu að mati fjölmiðla og þeir bíða eftir mér á flugvellinum!," skrifar Ásdís. Henni líst þau greinilega illa á að mæta blaðamannahernum nýkomin úr flugi með börnin. „Ég sá þetta alveg fyrir mér - búin að ferðast með víkingasveitina (börnin) yfir til Búlgaríu (ÞAÐ ER EKKI EINNI MANNESKJU BJÓÐANDI) og vanalega þegar ég kem úr flugi með þau þá er ég hálfskríðandi, með reitt hárið, yfirleitt búið að hella yfir mig alla og makeuppið ónýtt! Þannig að það verður skemmtileg sjón sem bíður þeirra þar. Spurning hvort ég gæti ekki leigt svona escort til að fylgja mér til Búlgaríu með krakkana og setið bara sjálf í buisness class," skrifar Ásdís, sem segist reikna með því að það verði aðeins meira stuð í Búlgaríu en í sveitinni í Svíþjóð þar sem fjölskyldan hefur dvalið undanfarið.
Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira