Lífið

Bernie Mac sagður mikið veikur

Bernie Mac var lagður inn á spítala með lungnabólgu. Mynd/ AFP.
Bernie Mac var lagður inn á spítala með lungnabólgu. Mynd/ AFP.

Tvennum sögum fer nú af heilsu stórleikarans Bernie Mac. Hann hefur verið á spítala síðustu daga vegna lungnabólgu. Fjölmiðlafulltrúi hans sagði um helgina að hann væri á batavegi og yrði orðinn heill áður en langt um liði. Heimildarmaður, nákominn Mac, sagði hins vegar í samtali við Chicago Sun Times að ástand hans væri mjög alvarlegt.

Bernie Mac er meðal annars þekktur fyrir Oceans myndirnar og Charlie´s Angels.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.