Erlent

Þrír látnir í skógareldum í Colorado

Að minnsta koti þrír hafa farist í skógerldum sem geisa nú í tveimur bæjum í suðausturhluta Colorado-fylkis í Bandaríkjunum.

Meðal þeirra látnu er flugmaður sem var að hella vatni yfir eldana þegar flugvél hans hrapaði. Um ellefuhundruð íbúar á svæðinu hafa orðið að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Eldarnir loga nú á minnst átta ferkílómetra svæði. Slökkviliðsmenn óttast að þeir eigi eftir að breiðast út enn frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×