Erlent

Enn eitt skip fellur í hendur sjóræningja

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sómalskur sjóræningi.
Sómalskur sjóræningi.

Sómalskir sjóræningjar rændu jemensku flutningaskipi á Adenflóa í gær en þeir hafa rænt fjölda skipa á þessu svæði það sem af er árinu.

Ekki er vitað um farm skipsins eða áhöfn. Risaolíuskipið Sirius Star frá Sádi-Arabíu er enn í haldi þeirra ásamt 25 manna áhöfn og er 15 milljóna dollara krafist í lausnargjald fyrir skipið, jafnvirði rúmlega tveggja milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×