Innlent

Yfir 300 manns á kynningarfundi í Kópavogi

Birgir Hlynur Sigurðsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Kópavogsbæjar á fundinum í gær.
Birgir Hlynur Sigurðsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Kópavogsbæjar á fundinum í gær.

Á milli þrjú og fjögur hundruð manns mættu á kynningarfund hjá skipulags- og umhverfissviði Kópavogsbæjar í gærkvöldi um skipulagshugmyndir á Kársnesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Birgir Hlynur Sigurðsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, kynnti hugmyndirnar og að lokinni yfirferð hans var fundargestum boðið í rútuferð um umrætt svæði.

,,Kynningin á skipulagshugmyndunum ásamt frekari upplýsingum er aðgengileg á heimasíðu Kópavogsbæjar www.kopavogur.is. Þar er einnig hægt með einföldum hætti að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum við skipulags- og umhverfissvið eða senda inn fyrirspurnir vegna skipulagshugmyndanna," eins og segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Blaut tuska framan í íbúa Kársness

Formaður samtakanna Betri byggð á Kársnesi segir nýjar skipulagstillögur bæjaryfirvalda í Kópavogi vera blauta tusku framan í íbúa Kársness.

Ekki tilviljun að breytingar séu kynntar á sumrin

,,Það er auðvitað ekki nein tilviljun að flestar meiriháttar skipulagsbreytingar í Kópavogi fari í kynningu á sumrin þegar fólk er í fríi þegar viðbúið er að færri skili inn athugasemdum," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Bæjarskipulagið fer ekki í frí

Upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Örnu Harðardóttir, formanns Betri byggðar á Kársnesi, varðandi fundarboð og tímasetningar kynningarfundar sem haldinn verður í kvöld þar sem framtíðarskipulag Kársness verður kynnt.

Einræða Kópavogsbæjar

Formaður Betri byggðar í Kársnesis segir að kynningarfundur sem haldinn var í gærkvöldi um blandaða byggð á Kársnesi hafi verið einræðu á vegum Kópavogsbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×