Sport

Nadal mætir Gonzalez í úrslitum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nadal fagnar sæti í úrslitum.
Nadal fagnar sæti í úrslitum.

Rafael Nadal og Fernando Gonzalez munu mætast í úrslitum í einliðaleik karla í tennis á Ólympíuleikunum.

Spánverjinn Nadal vann Novak Djokovic í undanúrslitum en í morgun vann Gonzalez, bronsverðlaunahafinn frá 2004, sigur á James Blake. Úrslitaleikur Nadal og Gonzalez í einliðaleik karla verður á sunnudag.

Nadal vann Gonzalez 6-4, 1-6 og 6-4 og tryggði sér í úrslitaeinvígið. Það er ljóst að Nadal mun komast á topp heimslistans strax eftir helgi.  Roger Federer mun missa toppsætið en Federer komst í undanúrslit í tvíliðaleik í dag. Federer keppir fyrir Sviss ásamt Stanislas Wawrinka.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×