Lífið

Nýjar upplýsingar um ævi Agöthu Christie

Nýjar upptökur með rödd Agöthu Christie hafa verið opinberaðar. Mynd/ AFP.
Nýjar upptökur með rödd Agöthu Christie hafa verið opinberaðar. Mynd/ AFP.

Gleymdar upptökur með rödd Agöthu Christie voru nýlega gerðar opinberar. Christie las efnið inn á hljóðsnældu fyrir hartnær hálfri öld, er hún vann að sjálfsævisögu sinni.

Ragnar Jónasson lögfræðingur er einn helsti áhugamaður um verk Agöthu Christie. Hann hefur þýtt fjórtán bækur hennar yfir á íslensku og sú nýjasta, Spili á borðið, mun koma út fyrir jólin. Hann segir í samtali við Vísi að aðeins sé vitað um örfáar upptökur með rödd Christie. Það sé því mikill fengur fyrir aðdáendur hennar að þessar upptökur hafi fundist og ef marka megi fréttir af efni þeirra þá gefi þær betri innsýn í ævi hennar en sjálfsævisaga hennar.

„Þarna segir hún meðal annars frá því að aldrei hafi staðið til að fröken Marple myndi fylgja henni sem sögupersóna til æviloka. Auk þess þótti mér áhugavert að heyra framburð Christie á nafni þekktustu persónu sinnar, Poirot, en það er nafn sem menn hafa eflaust borið fram með margvíslegum hætti gegnum árin," segir Ragnar.

Í gær voru hundrað og átján ár liðin frá fæðingu Agöthu Christie og ræddi breska ríkisútvarpið, BBC, við Ragnar og Matthew Prichard, eina eftirlifandi barnabarn Agöthu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.