Lífið

Lottómilljónamæringar þökkuðu fyrir sig

Leifasjoppa í Iðufelli.
Leifasjoppa í Iðufelli.

Heppni Lottóspilarinn sem vann sjöfalda pottinn í lottóinu á laugardaginn keypti miðann sinn í Leifasjoppu í Iðufelli. „Það er mjög ánægjulegt að hafa selt vinningsmiðann sjálfan en það var mikil sala hérna á laugardaginn á lottómiðum," segir Þorleifur Eggertsson eða Leifi, eigandi sjoppunnar.

„Vinningshafarnir er búnir að gefa sig fram, þau komu hingað og þökkuðu fyrir sig. Þetta er fólk sem á heima hérna í hverfinu." Að sögn Leifa kom öll fjölskyldan og þakkaði fyrir sig. Leifi sagðist þó ekki vita hvað þau ætluðu að gera við vinninginn en leiða mætti að því líkur að vinningshafarnir verði tryggir viðskiptavinir sjoppunnar héðan af.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.