Lífið

Rooney rokkar og kærastan rakar saman seðlunum

Rooney og kærastan synda í seðlunum.
Rooney og kærastan synda í seðlunum.

Knattspyrnukappinn Wayne Rooney hjá Manchester United hefur fengið nýtt áhugamál. Breska dagblaðið The Sun segir frá því að nú standi yfir framkvæmdir heima hjá drengnum en hann er að láta innrétta tónlistarstúdíó sem kostar um hálfan milljarð íslenskra króna.

Blaðið segir að Rooney sé nú í gítartímum en spúsa hans gaf honum Gibson rafmagnsgítar af dýrustu gerð í afmælisgjöf í október síðastliðinn. Heimildarmaður blaðsins segir að Rooney sé heltekinn af tónlistinni nú um stundir og að hann sæki sér innblástur til vinar síns, P Diddy. Hann deilir tónlistaráhuganum með liðsfélaga sínum Rio Ferdinand þeir félagar sjá víst um tónlistina í búningsherbergi United. Ekki mun loku vera fyrir það skotið að félagarnir stofni hljómsveit.

 

Kærasta Rooneys ætti að hafa efni á gítarnum því Sun segir einnig frá því að hún sé hæstlaunaðasta kona fótboltamanns á Bretlandi. Svo miklu tókst henni að raka saman á árinu að hún er með meiri tekjur en kærastinn sem seint verður sagður á flæðiskeri staddur. Kærastan, Colleen McLoughlin var með um fimmtán milljónir punda, eða tæpa tvo milljarða í laun á síðasta ári fyrir að koma fram í auglýsingum, sjónvarpsþáttum og fyrir að skrifa ævisögu sína, en hnátan er nýorðin 21 árs gömul.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.