Lífið

Samband mitt við Lindsay kemur engum við

Samantha Ronson og Lindsay Lohan
Samantha Ronson og Lindsay Lohan

Kærasta Lindsay Lohan, Samantha Ronson, skilur ekki af hverju fjölmiðlar velta sér stöðugt upp úr sambandi hennar og Lindsay.

„Meira að segja öryggisvörðurinn á flugvellinum í Kanada spurði mig hvort það væri satt að ég og Lindsay erum kærustupar og ég spurði hann á móti: Hvað heldur þú?"

„Á internetinu eru sögurnar alltaf að breytast. Eina stundina erum við óvinir, aðra stundina bestu vinir og þá þriðju erum við sjóðheitir elskhugar. Okkar samband er okkar einkamál og þar við stendur," segir Samantha.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.