Erlent

Enn leitað að tíu ára stúlku í Svíþjóð

Lögregla í Svíþjóð leitar nú þriðja daginn í röð af tíu ára stúlku sem hvarf í bænum Hedemora fyrir norðan Stokkhólm á laugardag.

Eftir því sem sænskir miðlar greina frá hafði Engla Juncosa-Höglund verið á knattspyrnuleik með vinum sínum og hugðist hjóla heim en þangað skilaði hún sér aldrei. Hjól stúlkunnar fannst svo í skóglendi um hálfan kílómetra frá heimili hennar en ekkert hefur enn spurst til stúlkunnar.

Lögregla rannsakar nú hvort einhver hafi komið að hvarfi stúlkunnar og voru félagar hennar, fjölskylda og fleiri yfirheyrð í gær vegna málsins. Þá hefur sænska lögreglan reynt að nái í föður stúlkunnar, sem búsettur er á Spáni, en ekki enn tekist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×